140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

almannatryggingar o.fl.

380. mál
[12:05]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Í viljayfirlýsingu stjórnvalda frá því í maí segir:

„Stjórnvöld munu endurskoða bætur almannatrygginga með hliðsjón af niðurstöðum kjarasamninga milli ASÍ og SA, þannig að lífeyrisþegar og atvinnulausir njóti hliðstæðra kjarabóta og samið verður um í kjarasamningum.“

Fulltrúar vinnumarkaðarins hafa sagt að ákvörðun stjórnvalda nú um að hækka einungis almannatryggingar og atvinnuleysisbætur um 3,5% hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti enda hækkun á lægstu launum samkvæmt kjarasamningum 11 þús. kr. ASÍ og SA hafa lýst því yfir að þau telji þetta skýrt brot á fyrrgreindum loforðum.

Hér er tilraun til að standa við gefin loforð stjórnvalda. Ég tel að þegar maður gefur loforð eigi maður að standa við þau og því hvet ég ykkur til að styðja þessa breytingartillögu um að hækkunin verði 6,8% í staðinn fyrir 3,5%.