140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[12:37]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Til frekari skýringar og svo enginn misskilningur verði er rétt að taka fram að sú hækkun sem hér er lagt til að fallið verði frá á dísilolíuna er sú hækkun sem var rökstudd með tilvísun til verðlags og nemur 2,5% þannig að dísillinn hækkar 2,5% minna en ætlað var. Eftir sem áður sætir dísilolían hækkun á kolefnisgjaldinu milli ára eins og annað eldsneyti sem mun leiða til lítils háttar verðhækkunar.