140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

skyldutrygging lífeyrisréttinda.

368. mál
[14:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar til að spyrja hv. þm. Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar, hvort hann geri sér ekki fulla grein fyrir því að sá skattur sem lagður er á lífeyrissjóðina er eingöngu greiddur af almennu sjóðunum þar sem bæði A- og B-deild LSR njóta ríkisábyrgðar, þ.e. að í A-deildinni ber stjórninni að hækka iðgjald launagreiðanda og í B-deildinni er hrein ríkisábyrgð. Þessar álögur koma ekkert við sjóðfélaga opinberu sjóðanna en munu skerða réttindi almennu sjóðanna og þeir munu svo líka greiða fyrir opinberu sjóðina með sköttum sínum. Ég spyr hvort hann sem vinstri maður sé sáttur við þetta.