140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

195. mál
[16:09]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Breytingartillaga okkar hv. þm. Atla Gíslasonar mun tryggja að skattbyrði fólks með tekjur yfir 230 þúsundum þyngist ekki á næsta ári samanborið við árið í ár. Við leggjum auk þess til að hækkun skattþrepanna verði fjármögnuð með nýju skattþrepi yfir 1.200 þús. kr. á mánuði og þar yfir sem beri 49% staðgreiðsluskatt. Þetta er tillaga sem allir jafnaðarmenn á þingi ættu að geta stutt nú, þegar launamunur fer vaxandi, sérstaklega milli karla og kvenna.

Við leggjum að lokum til að iðgjald í séreignarlífeyrissjóðum verði skattlagt að fullu. Markmiðið er að ná í skatttekjur ríkissjóðs sem frestað hefur verið fram í tímann til að fjármagna velferðina og til þess að einfalda skattlagningu iðgjalda. Flókið skattkerfi eykur hættuna á undanskotum af gáleysi.