140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

306. mál
[16:24]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Því ber að fagna að svo virðist sem hinar skapandi greinar séu smátt og smátt að festa sig í sessi í skilningi alþingismanna á því hversu mikilvægur atvinnuvegur þær eru. Yngst hinna skapandi greina er kvikmyndagerðin sem nú er orðin rúmlega 100 ára og það er tími til kominn að þessi virðulega stofnun, Alþingi Íslendinga, átti sig á mikilvægi þessarar starfsgreinar, því mikilvægi sem kemur fram í því frumvarpi sem nú er verið að samþykkja, enda voru umsagnir um það allar jákvæðar utan ein mjög furðuleg umsögn frá fjármálaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Ég vona að ljós skilningsins á nútímanum kvikni á þeirri skrifstofu eins og annars staðar á Íslandi.