140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

306. mál
[16:28]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Kvikmyndaframleiðslan, listin og sköpunin hefur sem betur fer aukist mjög að umfangi á síðustu árum og markvisst hefur verið verið unnið að því. Nú er verið að taka enn eitt rétta skrefið í þá átt að efla kvikmyndagerðina til lengri tíma litið.

Það er reyndar skoðun mín og hefur ávallt verið að þessar undanþágur frá skatti eigi að heyra undir fjármálaráðuneytið. Ég tel að þær eigi heima þar en það er tæknileg útfærsla. Ég styð þetta mál og gef mér að tekið verði tillit til þeirra ábendinga sem meðal annars sjálfstæðismenn í nefndinni hafa komið með um óvissu vegna fjárframlaga. Ég styð málið.