140. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2011.

skil menningarverðmæta til annarra landa.

381. mál
[16:59]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Að kröfu hv. þingmanns er þetta mál sent inn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á milli umræðna vegna þess að komin var fram krafa um að þetta ákvæði sem er verið að fresta — [Kliður í þingsal.] Erum við ekki að greiða atkvæði um 9. dagskrárlið, frú forseti?

(Forseti (ÁRJ): Nei, 8. dagskrármálið.)

Ég ætla þá að biðja um orðið undir næsta dagskrárlið. Afsakið. (GÞÞ: Þetta getur komið fyrir alla.) (Gripið fram í.) [Hlátur í þingsal.] (Gripið fram í.) (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Enn biður forseti þingmenn um að hafa hugann við atkvæðagreiðsluna og fylgjast með því um hvaða þingmál er verið að greiða atkvæði. (BJJ: Rétt.) )