140. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2011.

fjarskipti.

405. mál
[17:14]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Frumvarpið sem hér um ræðir er tekið út úr stærra frumvarpi um breytingar á fjarskiptalögum sem liggur fyrir í umhverfis- og samgöngunefnd. Það tiltekna ákvæði sem hér um ræðir hefur ekki fengið mikla skoðun þótt það hafi reyndar verið rætt á tveimur fundum nefndarinnar. Því er mótmælt af hálfu fjarskiptafyrirtækja sem fengu tækifæri til að tjá sig um það. Ég tel óráðlegt að samþykkja þetta áður en ítarleg skoðun hefur farið fram á málinu samhliða öðrum ákvæðum fjarskiptalaga og greiði þess vegna atkvæði gegn því.