140. löggjafarþing — 42. fundur,  16. jan. 2012.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:10]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að borist hafa tvö bréf um frestun á því að skrifleg svör berist við fyrirspurnum. Frá velferðarráðuneytinu, skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 363, um mælingar á mengun frá virkjun frá borholum Orkuveitu Reykjavíkur á Hellisheiði, frá Vigdísi Hauksdóttur. Vegna umfangs fyrirspurnarinnar hafa orðið tafir á öflun gagna en ráðuneytið mun svara fyrirspurninni eins fljótt og auðið er.

Frá innanríkisráðuneytinu, skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 337, um undanþágur frá banni við því að aðilar utan EES öðlist eignarrétt og afnotarétt af fasteignum, frá Lilju Mósesdóttur. Vegna umfangs fyrirspurnarinnar er ljóst að ráðuneytið nær ekki að svara henni innan tilgreinds tíma en mun svara fyrirspurninni eins fljótt og auðið er.