140. löggjafarþing — 42. fundur,  16. jan. 2012.

umskipunarhöfn í tengslum við norðurslóðasiglingar.

214. mál
[17:54]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég held að óhætt sé að segja að Íslendingar séu mjög á varðbergi þegar kemur að málefnum norðurslóða. Við höfum lagt mikla rækt við samstarf á norðurslóðum á umliðnum árum og við erum mjög vakandi hygg ég, Íslendingar, bæði stjórnsýslan og stjórnmálamenn, um þá hagsmuni sem eru í húfi. En þessir miklu hagsmunir, hvort sem í hlut eiga stóru skipafélögin eða ríkin, lúta eigin lögmálum og eins og ég gat um í svari mínu, sem ég byggi á greinargerð ráðuneytisins, þá kunna að vera ýmis tækifæri í þessari stöðu, í þeim breytingum sem eiga sér stað, fyrir Íslendinga. Þetta er ekki spurning um allt eða ekkert. Við þurfum að fylgjast vel með málum og búa í haginn fyrir hugsanlegar breytingar til að við getum gripið þau tækifæri sem uppi kunna að vera.

Ég þakka fyrir þessa umræðu.