140. löggjafarþing — 42. fundur,  16. jan. 2012.

fyrirspurnir um íþróttamál fatlaðra.

[19:54]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vildi bara vekja athygli á því að þeir tveir liðir sem voru teknir út af dagskrá núna snúa annars vegar að þátttöku Íslendinga í Ólympíuleikum fatlaðra og hins vegar að íþróttaiðkun fatlaðra.

Ég veit að hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra var reiðubúin að svara fyrirspurnunum. Við þessu er ekkert að gera, svona er dagskrá þingsins, en ég hvet hæstv. forseta til að beita sér fyrir því að þessi mikilvægu umfjöllunarefni komist fljótt á dagskrá. Er leitt að ekki hafi verið hægt að ræða þau hér um leið og við ræddum önnur íþróttamál.