140. löggjafarþing — 43. fundur,  17. jan. 2012.

kaupmáttur heimilanna.

[13:59]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég var að ræða rannsókn á útgjöldum heimilanna sem Hagstofa Íslands birti 9. desember. Ég var ekki að ræða eitthvað annað eins og hæstv. ráðherra. Ég var að ræða árin 2009 og 2010 sem eru viðmiðunarárin og þá ríkti á Íslandi svokölluð velferðarstjórn sem ætlaði að standa vörð um hag heimilanna með lægstu ráðstöfunartekjurnar. Ég er að tala um ráðstöfunartekjur, þ.e. eftir skatt, og það sýnir sig að þær hafa lækkað hjá lægsta fjórðungnum en hækkað hjá öðrum fjórðungum. Ég er ekki að segja neitt annað.

Með kjarasamningana er það síðan rétt að aðilar vinnumarkaðarins voru mjög velferðarsinnaðir. Þeir sömdu um eingreiðslur, þeir sömdu um sérstakar láglaunabætur en þessi ríkisstjórn hefði ekki gert það. (Gripið fram í: Þið hefðuð gert það, ha, ha.)