140. löggjafarþing — 43. fundur,  17. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[14:26]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er ánægjulegt að heyra að eftirlit er tekið alvarlega á þessu sviði. Mér er ekkert sérstaklega rótt þó að vilji sé til að stunda eftirlit því að við sjáum að það er mjög bágborið í íslensku samfélagi og almannahagsmunir mjög gjarnan fyrir borð bornir að því er virðist á fleiri og fleiri sviðum.

Ég vil því spyrja hv. varaformann velferðarnefndar hvort nefndin hyggist í ljósi þeirra upplýsinga sem nú hafa komið fram, t.d. varðandi fegrunaraðgerðir, fara yfir það hvernig eftirliti með tæknifrjóvgunum og glasafrjóvgunum háttar í dag og hvað er að gerast á því sviði óháð því hvort síðan þessum aðilum verður heimiluð staðgöngumæðrun og umsjón með henni, sem ég er mótfallin (Forseti hringir.) eins og flestir vita.