140. löggjafarþing — 43. fundur,  17. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[14:27]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Jónína Rós Guðmundsdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við verðum að horfast í augu við það að eftirlitið er ekki eins gott og við vildum viðhafa. Hvort sem það er þessi varaformaður sem hér stendur eða sá fyrrverandi varaformaður velferðarnefndar sem var að fá sér sæti þá höfum við verk að vinna. Við höfum haft verk að vinna og við höfum verk að vinna og verðum að fara í eftirlit með heilbrigðisþjónustu, sem er því miður orðin of einkavædd, en eftirlit hefur ekki verið eins gott og það á að vera. Við þurfum að vanda okkur á öllum sviðum hvort heldur sem talað er um frjóvgunaraðgerðir, fegrunaraðgerðir eða hvað eina. Það þarf gjörsamlega að taka þetta kerfi í gegn. Ég hef margoft talað um að eftirlitsstofnun velferðarmála þurfi að verða til til þess að við getum unnið að því að eftirlit verði eins og það getur best orðið.