140. löggjafarþing — 43. fundur,  17. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[15:36]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Já, það er nefnilega áframhald á þessari tillögu, það er rétt, og þar er talað um að tryggja hag og réttindi barnsins, sjálfræði og velferð staðgöngumóður og fjölskyldu hennar og farsæla aðkomu hinna verðandi foreldra. Þótt ég væri guð mundi ég ekki treysta mér til að semja frumvarp sem mundi samræma öll þessi sjónarmið og tryggja allt þetta. Þar liggur efinn hjá mér.