140. löggjafarþing — 43. fundur,  17. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[17:09]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Herra forseti. Ég skil ekki þessi viðbrögð við ræðu minni, ég átta mig ekki á hvað hv. þingmaður er að fara með þessu en hún verður að fá að ráða fram úr því sjálf.

Það er alveg rétt að það hefur verið mikill asi með þetta mál og eru allir í þinginu sammála um það nema ef til vill hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir. Ég tel að það eigi að fara varlega og hvet hana einfaldlega til að taka undir þá skoðun mína að slaka eigi aðeins á í framgöngu þess og gera skýrslu áður en farið er af stað með að semja frumvarp. Það er hægvirkari en skynsamlegri leið, tel ég, og úr því að hv. þingmaður segist ekki vilja fara fram með neinu offorsi þá getur hún væntanlega tekið undir það sjónarmið.