140. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[15:55]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Væntanlega er sagt frá fyrstu staðgöngumóðurinni í 1. Mósebók. Sara, kona Abrahams, ól honum ekki börn og kom því svo fyrir að hin egypska ambátt hennar, Hagar, var til taks fyrir Abraham. Hún fæddi honum sveinbarn. Það endaði með ósköpum [Hlátur í þingsal.] því að Sara lét reka Hagar og son hennar út í eyðimörkina til þess að hún nyti ekki arfsréttinda með Ísak, syni Abrahams.

Strax þá komu upp áleitnar spurningar um siðferði og réttindi. Það er mín skoðun, virðulegi forseti, að hugmyndin um staðgöngumæður geti aldrei (Forseti hringir.) tryggt mannsæmandi mannréttindi barns. Því segi ég nei.