140. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2012.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[15:57]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Þetta er vissulega stórt mál. Ástæða þess að ég studdi breytingartillögu hv. þm. Valgerðar Bjarnadóttur og fleiri en styð ekki málið er að eftir að hafa kynnt mér það tel ég að umræðan eigi eftir að þróast verulega í samfélaginu sjálfu. Ég veit að málið hefur verið talsvert rætt hér á þinginu. En út frá umsögnum til að mynda fulltrúa þeirra siðfræðinga sem rætt hafa málið og fulltrúa heilbrigðisstétta tel ég að það sé enn nokkuð vanreifað og hef því ákveðnar efasemdir um þann skamma tímafrest sem hér er lagður til. Því get ég ekki stutt málið.