140. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2012.

vörumerki.

269. mál
[16:48]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir andsvarið. Ef ég skil hæstv. ráðherra rétt er það sem snýr að umboðsmanninum ívilnandi. En svona við fyrsta yfirlestur velti ég því fyrir mér hvort hér væri um það að ræða að við værum að íþyngja frekar, við getum sagt frjálsum viðskiptum, þ.e. að eitthvað sem menn hefðu fram til þessa ekki þurft að vera með umboðsmann fyrir hér á landi eða innan Evrópska efnahagssvæðisins, að núna þyrfti að uppfylla þá kröfu. Ef þetta er rétt hjá hæstv. ráðherra er það akkúrat öfugt við það sem ég las út úr textanum við fyrstu yfirferð.

Hæstv. ráðherra er ef til vill eðli málsins samkvæmt ekki búinn að setja sig inn í öll smáatriði, enda er hann nýbúinn að taka við embætti, en það er nú samt þannig að kannski er ekki mikil þekking á þessum málum á Íslandi. Við erum þátttakendur, óafvitandi held ég megi segja, í viðskiptastríði, sérstaklega á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Það stríð er kannski fyrst og fremst háð með allra handa tæknilegum hindrunum. Við höfum lent Evrópusambandsmegin að stærstum hluta í því vegna þess að við erum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Skýrasta dæmið um hvernig það kemur við íslenska alþýðu er kannski það að ef menn kaupa núna amerískar vörur verður — sem ég held að enginn geti haldið fram að séu svona málefnaleg rök fyrir — að líma sérstakar innihaldslýsingar á þær þrátt fyrir að fullgóðar innihaldslýsingar séu á þeim og jafnvel betri en á evrópsku vörunum. (Gripið fram í: Ertu að tala um saltið?) (Forseti hringir.) Ég held því að fyllsta ástæða sé til að fara mjög vel yfir þetta mál.