140. löggjafarþing — 45. fundur,  19. jan. 2012.

samgönguáætlun 2011-2022.

393. mál
[11:50]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að byrja á því að þakka hæstv. innanríkisráðherra fyrir að leggja fram það mikla pappírsflóð sem hér er. Ég verð nú að segja að þetta minnir mig svolítið á kvikmynd sem gekk hér í kvikmyndahúsum fyrir nokkrum árum sem hét upp á ensku „All about nothing“ — sem gæti útlagst „Allt um ekki neitt“.

Ef maður skoðar fjárútlátin næstu árin eru fjárfestingar í stofn- og tengivegum áætlaðar í kringum 5 milljarðar á þessu ári, tæpir 4 þarnæsta og svo lækkar það enn, þannig að það á greinilega enn að draga úr fjárfestingum. Ein af ástæðunum fyrir því að efnahagslífið hefur ekki tekið við sér er að fjárfesting hefur verið vanrækt stórkostlega. Það að draga svona (Forseti hringir.) úr, eins og hér er gert, er svolítið eins og að pissa í skóinn sinn, (Forseti hringir.) getum við sagt.

Mig langar að spyrja hæstv. innanríkisráðherra að því hvort þetta sé ekki nokkuð (Forseti hringir.) rétt hagfræði hjá mér.