140. löggjafarþing — 45. fundur,  19. jan. 2012.

samgönguáætlun 2011-2022.

393. mál
[11:52]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. „Allt um ekki neitt“. Mikill pappír. Þetta eru nú kaldar kveðjur til sveitarfélaganna í landinu, til landshlutafélaga sveitarfélaganna, til allra þeirra aðila sem hafa lagt hönd á plóginn við að móta stefnu í samgöngumálum á Íslandi til langs tíma. Þetta eru kaldar kveðjur frá þingmanni Sjálfstæðisflokksins, ég verð nú að segja það.

Ég er að reyna að muna hver önnur spurningin var, hún sneri að … (TÞH: Hvort hagfræðin væri ekki rétt hjá mér.) — Já, síðan er það framhald á eða mikið framboð á loforðapólitík Sjálfstæðisflokksins sem var innstæðulaus froða og hvernig standi á því að við höfum ekki varið meira fjármagni til samgöngumála. Það er vegna þess að þessir fjármunir voru ekki til staðar. Við viljum byggja (Forseti hringir.) áætlanir okkar á raunsönnum upplýsingum. Ef hagvöxtur verður meiri (Forseti hringir.) en nemur 3%, þeirri aukningu sem til stendur að auka framlagið um (Forseti hringir.) eftir 2015, munum við að sjálfsögðu gera það. (Forseti hringir.)

(Forseti (ÞBack): Ég vil enn og aftur biðja hv. þingmenn og ráðherra um að gæta tímamarka.)