140. löggjafarþing — 45. fundur,  19. jan. 2012.

samgönguáætlun 2011-2022.

393. mál
[11:53]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. innanríkisráðherra fyrir þetta málefnalega svar.

Þannig eru mál með vexti að sú vinna sem hér er í þessum skýrslum, þessi mikla vinna, er góður grunnur fyrir fjárfestingu í innviðunum, en það er ekki það fólk sem hæstv. ráðherra taldi upp sem setur upphæðirnar inn. Það eru hæstv. innanríkisráðherra og kónar hans sem standa fyrir því.

Mig langar einnig að vekja athygli hæstv. ráðherra á því, og ég hef margoft reynt að útskýra þetta fyrir honum, að núna er í ríkissjóði handbært fé upp á 130–140 milljarða. Ég er jafnframt búinn að útskýra fyrir hæstv. innanríkisráðherra að (Forseti hringir.) það að tala um brúttótölur eins og hérna er talað um — þetta eru tölur með virðisaukaskatti og öðru slíku sem kemur tekjumegin aftur inn. (Forseti hringir.) Þannig að nettó erum við að tala um enn lægri fjárhæðir en hérna. (Forseti hringir.) Nú býst ég við málefnalegu svari frá hæstv. innanríkisráðherra.