140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:07]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vil benda á að ekki virðist hafa komist nægilega skýrt áleiðis til sumra hv. þingmanna að hlutverk þessarar tilteknu, sérstöku nefndar, er að sinna og aðstoða saksóknara og tryggja gott samstarf á milli þingsins og saksóknara varðandi verkferlið og að þingmenn séu upplýstir. Þetta er ekki nefnd til að þjónka sérstaklega undir sérstaka þingmenn. Ég krefst þess að um þetta mál verði fjallað hið fyrsta og úr því skorið hvort þetta sé þingtækt. (TÞH: Er ekki rétt að fara að ræða fundarstjórn forseta og hætta þessu bulli.)