140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[12:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Þetta mál er ekki hluti af dómskerfinu, ákæruvaldið er Alþingi, ekki framkvæmdarvaldið eða dómskerfið, og landsdómur er líka tilnefndur af Alþingi meira og minna þannig að þetta er ekki hluti af dómskerfinu eða þrískiptingu valdsins. (Gripið fram í.)

Varðandi hvort málið sé pólitískt (Gripið fram í.) þá hafa margir haldið því fram að málið hafi alla tíð verið pólitískt. Það var nefnilega Alþingi sjálft, það voru hv. þingmenn hér inni, sem eru allri pólitískt kjörnir, [Kliður í þingsal.] sem settu þetta mál í gang, sem störtuðu því. Þar af leiðandi er þessi dómstóll og allt þetta mál pólitískt og hefur verið alla tíð. (Gripið fram í.) Það er ekkert verið að breyta því í neinu.

(Forseti (SIJ): Forseti biður þingmenn um að gefa ræðumönnum hljóð.)