140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[13:48]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Atla Gíslasyni fyrir innlegg sitt við þessa umræðu. Ég átti sæti í þeirri nefnd sem hann stýrði, var hins vegar hvorki í þeim meiri hluta né minni hluta sem komu með ákærur á hendur ráðherrum.

Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann telji að með frávísun landsdóms á tveimur fyrstu ákæruatriðum á hendur ráðherrunum fjórum sem þingsályktunartillagan boðaði séu forsendur fyrir ákærunni brostnar.