140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[14:20]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það er greinilegt að einhverjir aðrir flokkar þurfa þá að taka það til sín að vera undir flokkslegum pólitískum þrýstingi og línum í því hvernig þeir greiða atkvæði. [Kliður í þingsal.] Í það minnsta er það ekki Samfylkingin, hún gerði það ekki á sínum tíma þegar þetta mál var til afgreiðslu og ég á ekki von á því að hún geri það heldur í afgreiðslunni í dag. (GBS: Hverjir hafa áhrif?)