140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[14:23]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Málið var komið í hendur landsdóms áður en ég kom til starfa á Alþingi og ég tel að það sé þar í réttum farvegi. Ég er búinn að fara yfir það hér í ræðu og andsvörum. Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram, hvorki í þeirri greinargerð sem fylgir tillögu þeirri sem hér er til umfjöllunar né í þeirri efnislegu umræðu sem farið hefur fram hérna frá því klukkan hálfellefu í morgun, sem breytir afstöðu minni til þess hvernig þetta mál liggur hér fyrir.