140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[14:43]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er nú samkvæmt þingsköpum þannig að andsvar á að beinast að máli ræðumanns og þetta er efni sem ég fjallaði alls ekkert um í ræðu minni þannig að því sé til haga haldið. Ég segi bara um þetta að ályktun Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, eða stjórnar hennar í Reykjavík, stendur fyrir sig sjálf. Þeir sem að henni standa setja fram sín sjónarmið með þeim hætti sem þeir hafa gert og ég hef ekkert meira um það að segja.