140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[15:03]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Nei, það er að minnsta kosti ekki minn skilningur, ég get ekki talað fyrir munn nefndarinnar en það var ekki minn skilningur. Það var rætt um hvort þetta ætti að fara sem eitt plagg eða fjögur plögg. Vegna þess að kærurnar voru mismunandi þótti betra að greiða atkvæði um hvern og einn ráðherra og að síðan yrðu greidd atkvæði um tillöguna í heild út frá því hvort allir eða einn eða tveir eða þrír yrðu kallaðir fyrir landsdóm.