140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[15:58]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hlýt að spyrja: Hver er ákærandinn í þessu máli? Ákæruvaldið í þessu máli liggur hjá Alþingi. Almenna reglan er sú að ákæruvaldið getur afturkallað ákæru þar til dómur hefur verið upp kveðinn. Þetta er í mínum huga allskýrt, hæstv. forseti.

Hér hafa menn vitnað fram og til baka til ýmissa fræðimanna en ef við tökum grein Róberts Spanós frá 10. janúar spyr ég: Telur hv. þm. Eygló Harðardóttir að hann sé algjörlega á villigötum í sinni grein? Og hvers vegna telur hv. þm. Eygló Harðardóttir að hann sé á villigötum, ef hún gæti fært rök fyrir því?