140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[16:44]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þar sem ólíkar skoðanir eru á því hvort efnislegar ástæður liggi fyrir til að endurskoða ákæruna, hér eru menn þeirrar skoðunar að brottfall tveggja stórra þátta í ákærunni sjálfri hafi fallið brott, það eitt gefi tilefni til að skoða hvort brostnar séu forsendur fyrir ákærunni. Og af því að hér ríkja ólík sjónarmið hvað þetta varðar, er þá þingmaðurinn enn þeirrar skoðunar að þær ólíku skoðanir eigi heldur ekki að fá að ræðast í nefnd á vegum þingsins?