140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[17:41]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það er að sönnu rétt sem hv. þingmaður segir að það eru þingsköp, hefðir og venjur sem ráða hér ferð og vinnulagi í þinginu. Það er jú einu sinni þannig að ef flutningsmaður tillögu gerir ekki tillögu um það hvert henni skuli vísað, í hvaða fastanefnd þingsins hún skuli rædd, gerir forseti það. En ég sé ekki að aðkoma forseta að öðru leyti að þessu máli sé nokkur. Það er bara þingið sem tekur ákvörðun um það. Það liggur fyrir tillaga um að það eigi að vísa þessu til saksóknarnefndar. Þá greiða menn bara atkvæði um það. Það kann að koma fram önnur tillaga, en hún á ekkert að koma frá forseta að mínu viti.

Hvað varðar bankastjórn Seðlabankans er enn fáránlegra að senda málið þangað. Samhengi við Þingvallanefnd er jú (Forseti hringir.) að það eru sérlög og það eru þingmenn sem skipa báðar nefndirnar, saksóknarnefndina líka.