140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[17:44]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég mótmæli því harðlega að það að ræða hér um hvert þessi tillaga á að fara og hvort forseti þingsins á að skipta sér frekar en orðið er af framgangi þessa máls í þinginu — að sú umræða sé léttúðug — hún er það ekki. Hún er það alls ekki. Hins vegar tel ég að virðing þingsins vaxi ekki mjög af því að hafa þessa tillögu til umfjöllunar.

Talandi um formenn flokka væri líka óskandi að hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, kæmi hér og flytti eina af sínum fínu ræðum — mundi kannski tala um Snæfinn snjókarl eða Mjallhvíti og dvergana sjö eða eitthvað álíka. Það væri við hæfi, frú forseti.