140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[17:46]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti minnir hv. þingmann og þingheim á að í 3. mgr. 45. gr. þingskapalaga stendur:

„Er fyrri umræðu er lokið gengur tillagan til síðari umræðu og þeirrar nefndar er forseti leggur til. Atkvæða skal þó leitað ef einhver þingmaður óskar þess, svo og ef önnur tillaga kemur fram um til hvaða nefndar málið fari.“

Forseti rifjar þetta upp. Forseti hefur upplýsingar um að það verður haldinn fundur með þingflokksformönnum. Talað var um síðdegis, en tímasetningu hefur sitjandi forseti ekki að svo stöddu.