140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[20:38]
Horfa

Magnús M. Norðdahl (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er rétt, ég er þeirrar skoðunar að Alþingi hafi ekki frumkvæðisrétt í þessu máli.

Ég tel einnig að sú tilvitnun sem hv. þm. Bjarni Benediktsson fer með úr landsdómi, og á við um breytingar á efni kæru, viðbætur og annað sem lýtur að meðferð málsins, eigi ekki við um niðurfellingu saksóknar. Ekki sé hægt að nota þessa tilvitnun í niðurstöðu landsdóms til að rökstyðja að úr hendi framkvæmdarvaldsins skuli færa réttinn til að fella niður ákæru, eins og skýrt er tekið fram í 29. gr. stjórnarskrárinnar, til Alþingis aftur.