140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[21:17]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ef ég hef skilið tillögu flutningsmanns þingsályktunartillögunnar um að draga til baka ákæruna um áframhaldandi meðferð málsins skilst mér að það sé á þá leið að málið eigi ekki að fara til nefndar, heldur eigi að fjalla eitthvað um það í saksóknarnefndinni. Ég er ósammála þeirri málsmeðferð.

Það hefur komið fram í umræðunni um málið hér í dag að ekkert hefur komið fram sem rökstyður að sá forsendubrestur hafi orðið í þessu máli að það kalli á að það verði fellt niður. Hrunið verður ekki gert upp með þessu máli einu, það er vitað mál, en það verður heldur ekki gert upp án þess.