140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[21:19]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Þar til að hv. þingmaður, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram þessa þingsályktunartillögu rétt fyrir jól hafði málarekstur fyrir landsdómi og aðdragandi hans ekki verið pólitískur í mínum huga. Við þessa tillögu varð málið hins vegar hápólitískt. Sjálfstæðisflokkurinn sem annars hefur haft það eina stefnumið að komast aftur til valda til að deila og drottna eins og hann gerði samfellt í 18 ár vill nú að Alþingi beiti sér eða öllu heldur blandi sér inn í dómsmál sem hafið er fyrir rétti. Það stangast á við grundvöll stjórnskipunarinnar, þrískiptingu valdsins. Þetta mál á ekki heima hér í þingsalnum eða öðrum herbergjum Alþingis. Það var ljóst í gær og er enn ljósara eftir umræðurnar hér í dag.

Ég segi já.