140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[21:21]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Landsdómur hefur úrskurðað að ekki sé ástæða til að vísa málinu frá. Saksóknari hefur ekki óskað eftir því að Alþingi endurskoði afstöðu sína. Alþingi á ekki að stíga inn í dómsmál sem er í ákveðnu ferli og óeðlilegt er að þessi beiðni frá formanni Sjálfstæðisflokksins um slíkt fari í meðferð þingsins.

Því segi ég já.