140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[21:22]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Eina leið okkar þingmanna til að fá faglega umfjöllun um mál sem brenna á okkur er að leggja þau fram sem þingmál. Þingmál þingmanna koma inn í þingið til umræðu og eru send til umsagnar hjá hagsmunaaðilum og sérfræðingum. Þetta er lýðræðislegur réttur þingmanna án tillits til þess hvort þeir tilheyra minni hluta eða meiri hluta í þinginu, réttur sem ber að verja.

Því hafna ég tillögunni.