140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

styrkir frá ESB.

[13:57]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. innanríkisráðherra fyrir þetta. Það er rétt að um er að ræða aðlögunarstyrki. Síðan eyðir Evrópusambandið sjálft hundruðum milljóna í að kynna eigið ágæti. Það munu einnig vera þessar svokölluðu glerperlur sem hæstv. innanríkisráðherra fjallaði um á sínum tíma nema nú á að gera þessar glerperlur skattfrjálsar í ofanálag.

Það sem mig langar að spyrja hæstv. innanríkisráðherra um er hvort hann telji ekki að þessar fjárhæðir, hundruð milljóna króna í kynningarstarf hér á landi, einhliða með þessum hætti, skekki lýðræðislega umræðu um þetta mál. Væri hæstv. innanríkisráðherra fylgjandi því að íslensk lagaumgjörð yrði þannig skert að erlendum ríkjum og erlendum stórfyrirtækjum yrðu settar einhverjar skorður við því að geta komið inn með stórar fjárhæðir til að kynna eigið ágæti?