140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[15:12]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er gaman að sjá hvílíkur eldmóður er í hv. þm. Sigmundi Erni Rúnarssyni í þessu máli. Það er eins og hann sé nýbúinn að fá sér eldvatn og borða glerperlur. Það er með ólíkindum hvernig hægt er að æsa sig yfir þessu máli. (Gripið fram í.)

Fram kemur að samningurinn kveður á um friðhelgisréttindi og friðhelgisskrifstofu húsnæðis útsendra starfsmanna og undanþágur frá tollum, sköttum og öðrum opinberum gjöldum eins og farið hefur verið yfir og einstaklingar sem búsettir eru hér á landi fá ekki þessi fríðindi. Þá er verið að vísa til þess að hingað komi aðilar frá Evrópusambandinu. Telur þingmaðurinn ekki að það gegn brjóti hinum dásamlega EES-samningi hvað varðar frjálst flæði vinnuafls? Hvernig getur þjóð staðið frammi fyrir því að mismuna starfsmönnum með þessum hætti og binda það í lög á Alþingi (Forseti hringir.) að mismununin sé alger?