140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[15:25]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þarf aðeins nánari útskýringar. Þingmaðurinn fór of almennt yfir þetta. Ég ætla að endurtaka spurningu mína: Hvað gerir samninginn góðan? Og þá vil ég fá skýr svör. Hvernig gerir þetta Ísland betra að mati þingmannsins? Það er ekki nóg að hafa uppi orð um það að tryggja fjármagn til ferðaþjónustu eða eitthvað slíkt, við getum alveg gert það sjálf.

Ég veit ekki betur en fjárfestingum í ferðaþjónustu hafi verið hafnað, eins og ég og hv. þingmaður erum sammála um að hafi kannski verið misráðið. Það hefði alla vega mátt skoða það betur að mínu viti. Þetta eru hlutir sem við getum gert sjálf, tryggja regluverk, við getum gert það sjálf. Hvað er það nákvæmlega í samningi við Evrópusambandið sem tryggir það, að mati þingmannsins, að Ísland verði betra?