140. löggjafarþing — 49. fundur,  26. jan. 2012.

embætti forseta Alþingis.

[10:50]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður er eins og hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem kom í ræðustól áðan líka til að rifja upp hverjir hefðu vikið úr forsetastól. Hvað varðar varaforseta er það þingmaður Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir. Hv. þingmaður orðaði það svo að hún hefði sjálf sagt upp sínu embætti. Ég hygg að hún hafi ekki gert það sjálfviljug (Gripið fram í: En Sigríður Ingibjörg?) og ég velti fyrir mér hvort það hafi verið sjálfviljugt þegar Halldór Blöndal stóð upp úr forsetastól og nýr forseti tók við. Þetta er yfirleitt svoleiðis, og hv. þingmenn (Gripið fram í.) eru ekki fæddir í gær, þeir vita að það kemur í hlut viðkomandi flokks sem velur forseta að gera tillögu um forseta. Ég hef gert tillögu um forseta, gerði það á sínum tíma. (Gripið fram í.) Ég hef ekki gert tillögu um neinar breytingar á því (Gripið fram í.) og við það situr. Sá undirskriftalisti sem hér er í gangi og sérstaklega er spurt um er mér algjörlega óviðkomandi og þannig er staðan í því máli. [Kliður í þingsal.]