140. löggjafarþing — 49. fundur,  26. jan. 2012.

umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ.

[11:44]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað óska ég eftir því að forseti sjái til þess að hér verði sett af stað umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og að sú umræða verði samkvæmt tíma og hefðum um skýrslur samkvæmt þingsköpum. Ég tel að fullljóst sé að þingmenn þurfa að ræða þetta mál miklu ítarlegar og ekki síst þá skýrslu sem komið hefur fram. Ég hvet forseta til að beita sér fyrir því og óska hér með eftir því að umræða verði um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands samkvæmt þingsköpum um skýrslur.