140. löggjafarþing — 49. fundur,  26. jan. 2012.

hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

304. mál
[13:39]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég beitti mér mjög í þessu máli fyrir jól og varð það meðal annars til þess að málið fór aftur til nefndar í jólafríinu og er nú komið hingað aftur. Það hefur ekkert nýtt komið fram í málinu sem réttlætir að ég greiði atkvæði með þessari tillögu, því að hér er verið að skrifa út ríkisábyrgð fyrir tæpa 40 milljarða og eingreiðslu úr Seðlabankanum fyrir rúma 9 milljarða í dýrmætum gjaldeyri.

Virðulegi forseti. Ég mun segja nei í atkvæðagreiðslunni því að ég get ekki borið ábyrgð á því að verði einhvern tímann tekin upp önnur mynt í landinu geti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tekið allt að 40 milljörðum út úr Seðlabankanum. Ég segi nei. Þetta mál er mjög undarlegt. Ég er hissa á því hversu góð samstaða hefur náðst um þetta mál, ég minni á að hér er fyrrverandi hæstv. fjármálaráðherra enn að skuldsetja ríkissjóð og setja á hann ríkisábyrgðir. (Gripið fram í.)