140. löggjafarþing — 50. fundur,  30. jan. 2012.

ríkisfjármögnun Bændasamtakanna.

[15:26]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir ágæt svör. Ég hlýt engu að síður að spyrja hæstv. ráðherra hvort honum finnist eðlilegt að hagsmunasamtök af þessu tagi, og nú hef ég klárlega ekkert á móti Bændasamtökum Íslands, sinni slíkri starfsemi, hvort hún eigi ekki heima á frjálsum markaði, frjálsum samkeppnismarkaði. Er eðlilegt í dag að hagsmunasamtök sjái sjálf um liðveislu, ráðgjöf af þessu tagi, til fyrirtækja sem bændur eru í vissum skilningi?

Mig langar einnig að koma að öðru sem prófessorinn nefndi í grein sinni í Fréttablaðinu sem ég gat um í fyrri ræðu minni: Er það svo að ríkið reki í reynd Bændablaðið? Nú má ráða af bókhaldi Bændasamtakanna að þar fari saman félagsstarf og ráðgjöf af ýmsu tagi og menn spyrja sig: Er það svo að ríkið gefi út Bændablaðið á Íslandi?