140. löggjafarþing — 50. fundur,  30. jan. 2012.

snjómokstur.

444. mál
[16:22]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég þakka þessa umræðu og ég virði fullkomlega þá umhyggju sem fram kemur í máli málshefjanda og annarra þingmanna sem kvatt hafa sér hljóðs gagnvart Árneshreppi og íbúum þar. Ég ber fulla virðingu fyrir þessum sjónarmiðum en bendi á þau þröngu fjárhagsskilyrði sem við búum við núna.

Mér finnst sjálfsagt að verða við óskum sem hér hafa komið fram, um endurskoðun eða yfirferð á þessum reglum, og hvort ástæða er til að breyta þeim að einhverju leyti almennt og með tilliti til einstakra byggðarlaga. Ég gat um það í fyrri ræðu minni að ég hefði óskað eftir því að fá greinargerð í hendur frá Vegagerðinni og ráðuneytinu þar sem fram komi hve kostnaður hefur aukist vegna árferðisins. Það er miklu meira fjármagn sem við þurfum að verja til snjómoksturs á þessum vetri en við höfum þurft að gera á undangengnum vetrum.

Ég vil gjarnan verða við þeim óskum að við fáum yfirferð yfir þessar reglur almennt og með tilliti til einstakra byggðarlaga