140. löggjafarþing — 50. fundur,  30. jan. 2012.

mælingar á dilkakjöti og beitarrannsóknir í Skutulsfirði.

447. mál
[17:12]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Ég þakka hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni fyrir að taka þetta mál hér upp. Ég er á sömu nótum og þeir sem talað hafa á undan, bæði varðandi Umhverfisstofnun og ábyrgð hennar á leyfisveitingum til Funa og síðan Matvælastofnun, tel hana hafa gengið óhóflega fram þegar bönn voru sett þarna. Ég furða mig á því ef niðurstaðan verður sú að ríkisvaldið telji sig ekki með nokkrum hætti bera ábyrgð á þessu. Ég kalla eftir því að hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði þá ákvörðun sína ef hún hefur verið tekin og að skoðað verði með jákvæðu hugarfari í ljósi forsögu málsins, bæði hvað varðar Umhverfisstofnun og Matvælastofnun, að ríkið komi að þessu með einhverjum hætti í framhaldinu.