140. löggjafarþing — 50. fundur,  30. jan. 2012.

tannskemmdir hjá börnum og unglingum.

293. mál
[17:55]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Hæstv. forseti. Ég spurði hæstv. ráðherra á síðasta löggjafarþingi í skriflegri fyrirspurn um stefnu ráðherra varðandi tannheilsu barna og markmið í þeim efnum. Í svarinu kom kannski það sama fram og ráðherra staðfesti núna, að það væri vilji til að gera eitthvað en ekki endilega unnið að neinu sérstöku. Ég ætla að taka undir það, og þakka fyrirspyrjanda fyrir að taka þetta mál upp, að þessi málaflokkur er í miklu óefni.

Það kom fram í svarinu að ef við ætluðum að hafa tannheilsuna ókeypis fyrir fólk eins og hverja aðra þætti í heilbrigðisgeiranum og mundum þannig tryggja jafnræði allra þyrfti að hækka skatta um 0,85% til að standa undir þeim u.þ.b. 7 milljarða útgjöldum. En minna má nú gagn gera. Ég hvet ráðherra til að koma fram með stefnu um það hvernig við bætum tannheilsu barna (Forseti hringir.) og tryggjum meira jafnræði að þeirri þjónustu óháð efnahag og búsetu en er í dag.