140. löggjafarþing — 50. fundur,  30. jan. 2012.

neysla barna og unglinga á svokölluðum orkudrykkjum.

294. mál
[18:08]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Hugsanlegar leiðir til að takmarka neyslu barna og unglinga á orkudrykkjum eru í gegnum samvinnu foreldra og skólayfirvalda í sambandi við skólareglur, þ.e. að neysla slíkra drykkja væri óheimil í skóla. Einnig þyrfti að koma til samvinna skólanna, fræðsluyfirvalda á hverjum stað og íþróttafélaganna og þeirra sem reka íþróttahús um að slíkir drykkir séu ekki til sölu í íþróttahúsum. Fullorðna fólkið sem vill neyta slíkra drykkja getur einfaldlega komið með þá sjálft eða náð sér í þá eftir æfingar eða eftir líkamsrækt. Það er ein leið til að draga úr neyslu að takmarka aðgengi barna og unglinga á þeim stöðum þar sem þau stunda sínar íþróttir og eru hvað mest saman. En fræðsla er forsenda forvarna og þannig náum við kannski bestum árangri.